Sverre: Hafði ekki tíma til þess að vera smeykur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2018 18:45 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty „Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira
Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15