Sverre: Hafði ekki tíma til þess að vera smeykur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2018 18:45 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty „Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15