Um fimmtán þúsund börn hjálparþurfi í Palu að mati SOS Barnaþorpanna Heimsljós kynnir 8. október 2018 16:00 Óttast er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi í borginni Palu. SOS Indónesíu „SOS Barnaþorpin í Indónesíu hafa sent hóp sérfræðinga til borgarinnar Palu þar sem áætlað er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi og hjálparþurfi eftir flóðbylgjuna sem skall á borginni í lok september. Yfir sjötíu þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og í fréttatilkynningu frá SOS í Indónesíu segir að áætlað sé að þriðjungur þeirra séu börn. Hingað til hefur hjálparstarf aðallega verið í höndum yfirvalda en nú er tími til kominn að barnaverndarsamtök eins og við stigi inn og aðstoði yfirvöld. Þarna er stöðug neyð og hjálparstarfsfólk er loksins að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti,“ segir Gregor Hadi Nitihardjo framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu. Nitihardjo býst við að það muni taka SOS-teymið minnst tvo daga að komast á svæðið. „Hjálparstarf okkar miðar að því að meta þörf barnanna fyrir sálfræðihjálp, að sameina þau foreldrum eða ættingjum og setja upp barnagæslu. Með barnagæslunni getum við veitt börnunum umönnun og vernd en börn eru sérstaklega berskjölduð við svona kringumstæður. Þau munu þurfa hjálp í marga mánuði í viðbót,“ segir Nitihardjo. Átta SOS barnaþorp eru í Indónesíu en ekkert þeirra er nálægt hamfarasvæðum. Alls eru 106 Íslendingar styrktarforeldrar barna í fimm af þessum þorpum.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
„SOS Barnaþorpin í Indónesíu hafa sent hóp sérfræðinga til borgarinnar Palu þar sem áætlað er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi og hjálparþurfi eftir flóðbylgjuna sem skall á borginni í lok september. Yfir sjötíu þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og í fréttatilkynningu frá SOS í Indónesíu segir að áætlað sé að þriðjungur þeirra séu börn. Hingað til hefur hjálparstarf aðallega verið í höndum yfirvalda en nú er tími til kominn að barnaverndarsamtök eins og við stigi inn og aðstoði yfirvöld. Þarna er stöðug neyð og hjálparstarfsfólk er loksins að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti,“ segir Gregor Hadi Nitihardjo framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu. Nitihardjo býst við að það muni taka SOS-teymið minnst tvo daga að komast á svæðið. „Hjálparstarf okkar miðar að því að meta þörf barnanna fyrir sálfræðihjálp, að sameina þau foreldrum eða ættingjum og setja upp barnagæslu. Með barnagæslunni getum við veitt börnunum umönnun og vernd en börn eru sérstaklega berskjölduð við svona kringumstæður. Þau munu þurfa hjálp í marga mánuði í viðbót,“ segir Nitihardjo. Átta SOS barnaþorp eru í Indónesíu en ekkert þeirra er nálægt hamfarasvæðum. Alls eru 106 Íslendingar styrktarforeldrar barna í fimm af þessum þorpum.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent