Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2018 21:00 Ingvar Þór Pétursson útgerðarmaður við löndun á bryggjunni á Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40
Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30