Telur að gallamálum í nýbyggingum muni fjölga Höskuldur Kári Schram og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 30. september 2018 21:00 Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna. Húsnæðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna.
Húsnæðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira