Ríkið krefst sýknu af bótakröfu hjúkrunarfræðings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 08:00 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira