Smári McCarthy telur umfang heræfingar hafa vaxið Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 14:39 Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd. Vísir/HANNA Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57