Smári McCarthy telur umfang heræfingar hafa vaxið Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 14:39 Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd. Vísir/HANNA Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57