Halldór segist hafa verið að grínast Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 14:51 Halldór Jónsson segist bara hafa verið að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi sínu. Hann biður Áslaugu Örnu afsökunar og kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa vakið athygli á pistlinum. Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“ Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“
Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00