Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2018 06:00 Þessi ónýti bústaður við Þingvallavatn var keyptur af ríkinu árið 2014. Alls hafa tólf verið keyptir síðustu fimm árin fyrir 173 milljónir. Fréttablaðið/Pjetur Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira