Orkuskiptin stórt ímyndarmál fyrir Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 10:08 Dr. Friðrik Larsen „Orkuskiptin eru hafin en almenningur þarf að verða meðvitaðri um að þetta sé mögulegt og mikilvægt skref í tækni og framförum. Þetta er einnig stórt ímyndarmál fyrir okkur Íslendinga. Við eigum ekki að láta fyrsta sætið af hendi sem sjálfbærasta þjóð í heimi en til þess að vera í forystu í þessum málum þá verðum við að láta verkin tala,“ segir Dr. Friðrik Larsen, lektor í markaðsfræðum og einn aðstandenda orkumálaráðstefnunnar Charge Branding Energy, sem fram fer í Hörpu eftir helgi. Á ráðstefnunni verður ljósi varpað á framtíð orkumála í heiminum, til að mynda verða endurnýjanlegir orkugjafar og rafmagnaðar samgöngur þar til umfjöllunar. Að sögn aðstandenda er búist við um 300 gestum á ráðstefnuna en á meðal fyrirlesara eru stjórnendur úr nokkrum af stærstu fyrirtækum í heimi á þessu sviði. Þá er von á stofnendum og stjórnendum virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa. „Meðal gesta ráðstefnunnar er Indverjinn Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni kemur hann inn á ferðalög sín, þar á meðal nýjasta ævintýrið; hringferð um Ísland á IKEA rafhjóli. Eins og áhorfendur á ráðstefnunni munu sjá verður framtíð orkumála mótuð af bestu og framsýnustu vörumerkjunum, óháð geira. Það er því ánægjulegt að hafa fengið framsækin vörumerki til liðs við CHARGE til að vekja athygli á möguleikum rafknúinna og umhverfisvænna samgöngumáta,“ segir Dr. Friðrik ennfremur. Ráðstefnan fer sem fyrr segir fram í Hörpu dagana 24. og 25. september. Orkumál Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Orkuskiptin eru hafin en almenningur þarf að verða meðvitaðri um að þetta sé mögulegt og mikilvægt skref í tækni og framförum. Þetta er einnig stórt ímyndarmál fyrir okkur Íslendinga. Við eigum ekki að láta fyrsta sætið af hendi sem sjálfbærasta þjóð í heimi en til þess að vera í forystu í þessum málum þá verðum við að láta verkin tala,“ segir Dr. Friðrik Larsen, lektor í markaðsfræðum og einn aðstandenda orkumálaráðstefnunnar Charge Branding Energy, sem fram fer í Hörpu eftir helgi. Á ráðstefnunni verður ljósi varpað á framtíð orkumála í heiminum, til að mynda verða endurnýjanlegir orkugjafar og rafmagnaðar samgöngur þar til umfjöllunar. Að sögn aðstandenda er búist við um 300 gestum á ráðstefnuna en á meðal fyrirlesara eru stjórnendur úr nokkrum af stærstu fyrirtækum í heimi á þessu sviði. Þá er von á stofnendum og stjórnendum virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa. „Meðal gesta ráðstefnunnar er Indverjinn Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni kemur hann inn á ferðalög sín, þar á meðal nýjasta ævintýrið; hringferð um Ísland á IKEA rafhjóli. Eins og áhorfendur á ráðstefnunni munu sjá verður framtíð orkumála mótuð af bestu og framsýnustu vörumerkjunum, óháð geira. Það er því ánægjulegt að hafa fengið framsækin vörumerki til liðs við CHARGE til að vekja athygli á möguleikum rafknúinna og umhverfisvænna samgöngumáta,“ segir Dr. Friðrik ennfremur. Ráðstefnan fer sem fyrr segir fram í Hörpu dagana 24. og 25. september.
Orkumál Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira