Kaup Regins á turninum við Höfðatorg gengin í gegn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 12:09 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Kaup fasteignafélagsins Regins hf. á HTO Ehf. og Fast-2 gengu í gegn í dag þegar skilyrðum kaupsamnings, sem undirritaður var í maí við móðurfélagið Fast-1, var fullnægt með greiðslu og afhendingu. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að heildavirði hins keypta hafi verið rúmir 22,7 milljarðar króna og voru kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafés og yfirtöku skulda. FAST-1 er nú stærsti hluthafi Regins með rúmlega 12% hlut. Meðal eignanna sem renna nú inn í Reginn eru Höfðatorgsturninn, Borgartún 8-16, Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri. „Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðarm,“ segir í tilkynningunni. Reginn segist að sama skapi hafa hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september síðastliðinn hafi félagið tryggt sér 17,1 milljarða króna fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verði veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október næstkomandi. Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. Húsnæðismál Tengdar fréttir Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kaup fasteignafélagsins Regins hf. á HTO Ehf. og Fast-2 gengu í gegn í dag þegar skilyrðum kaupsamnings, sem undirritaður var í maí við móðurfélagið Fast-1, var fullnægt með greiðslu og afhendingu. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að heildavirði hins keypta hafi verið rúmir 22,7 milljarðar króna og voru kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafés og yfirtöku skulda. FAST-1 er nú stærsti hluthafi Regins með rúmlega 12% hlut. Meðal eignanna sem renna nú inn í Reginn eru Höfðatorgsturninn, Borgartún 8-16, Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri. „Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðarm,“ segir í tilkynningunni. Reginn segist að sama skapi hafa hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september síðastliðinn hafi félagið tryggt sér 17,1 milljarða króna fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verði veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október næstkomandi. Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45