Kaup Regins á turninum við Höfðatorg gengin í gegn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 12:09 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Kaup fasteignafélagsins Regins hf. á HTO Ehf. og Fast-2 gengu í gegn í dag þegar skilyrðum kaupsamnings, sem undirritaður var í maí við móðurfélagið Fast-1, var fullnægt með greiðslu og afhendingu. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að heildavirði hins keypta hafi verið rúmir 22,7 milljarðar króna og voru kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafés og yfirtöku skulda. FAST-1 er nú stærsti hluthafi Regins með rúmlega 12% hlut. Meðal eignanna sem renna nú inn í Reginn eru Höfðatorgsturninn, Borgartún 8-16, Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri. „Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðarm,“ segir í tilkynningunni. Reginn segist að sama skapi hafa hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september síðastliðinn hafi félagið tryggt sér 17,1 milljarða króna fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verði veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október næstkomandi. Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. Húsnæðismál Tengdar fréttir Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Kaup fasteignafélagsins Regins hf. á HTO Ehf. og Fast-2 gengu í gegn í dag þegar skilyrðum kaupsamnings, sem undirritaður var í maí við móðurfélagið Fast-1, var fullnægt með greiðslu og afhendingu. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að heildavirði hins keypta hafi verið rúmir 22,7 milljarðar króna og voru kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafés og yfirtöku skulda. FAST-1 er nú stærsti hluthafi Regins með rúmlega 12% hlut. Meðal eignanna sem renna nú inn í Reginn eru Höfðatorgsturninn, Borgartún 8-16, Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri. „Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðarm,“ segir í tilkynningunni. Reginn segist að sama skapi hafa hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september síðastliðinn hafi félagið tryggt sér 17,1 milljarða króna fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verði veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október næstkomandi. Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45