Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 15:56 Ný framtíðarsýn VÍS kallar á uppstokkun. VÍSIR/ANTON Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. Í ályktun sem samþykkt var á þinginu lýsa sveitarstjórnarfulltrúarnir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með þá ákvörðun VÍS að fækka útibúum sínum á landsbyggðinni.Vísir greindi frá fyrirætlunum VÍS í gær, en félagið hyggst loka átta skrifstofum. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Þrettán umboðsskrifstofum víða um land verður sömuleiðis lokað. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er svohljóðandi, en hana má finna á vef samtakanna.„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hafa fleiri lýst yfir óánægju með ákvörðun VÍS. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem segist nú íhuga alvarlega að fara með viðskipti sín annað. Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. Í ályktun sem samþykkt var á þinginu lýsa sveitarstjórnarfulltrúarnir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með þá ákvörðun VÍS að fækka útibúum sínum á landsbyggðinni.Vísir greindi frá fyrirætlunum VÍS í gær, en félagið hyggst loka átta skrifstofum. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Þrettán umboðsskrifstofum víða um land verður sömuleiðis lokað. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er svohljóðandi, en hana má finna á vef samtakanna.„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hafa fleiri lýst yfir óánægju með ákvörðun VÍS. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem segist nú íhuga alvarlega að fara með viðskipti sín annað.
Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54