Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2018 09:30 Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fréttablaðið/Pjetur Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira