Kaldasta septembernótt í níu ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 15:58 Fjöldi höfuðborgarbúa þurfti að skafa af framrúðum bíla sinna eftir næturfrostið. Vísir/Stefán Óli Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum. Veður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum.
Veður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira