Fagnar afmælinu í Róm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2018 07:00 Sigurður Guðmundsson er staddur í Pompei ásamt konu sinni Sigríði Snæbjörnsdóttur. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, er sjötugur í dag. Hann er við eyjuna Capri þegar hann svarar síma. Hann er ánægður með allt nema starfslokareglu lýðveldisins. Það er auðvitað alveg frábært að vera hér á svona fallegum degi,“ segir Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, staddur um borð í ferju við eyjuna Capri. Kveðst einn af túristunum mörgu sem sækja Capri heim. „Ég held þeir séu um fimmtán þúsund á dag,“ upplýsir hann. Hvernig ætlar þú svo að verja afmælisdeginum? „Við verðum í Róm. Förum þangað í fyrramálið. Ég er á ferð með útskriftarárganginum mínum úr læknadeildinni. Við förum í borgarferðir á svona tveggja ára fresti og nú urðu Róm, Napólí og Capri fyrir valinu. Það var alger tilviljun að ferðina bar upp á þetta afmæli mitt. Við hjónin erum saman, auðvitað. Hún varð sjötug aðeins á undan mér en það sést ekki á okkur því ég ber þennan aldur aðeins augljósar en hún. En þetta er það sem við ætlum að gera, vera í Róm, sjá Colosseum og Forum Romanum, borða ítalskan mat og drekka ítölsk vín.“ Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, er sjötugur í dag. Hann er við eyjuna Capri þegar hann svarar síma. Hann er ánægður með allt nema starfslokareglu lýðveldisins. Það er auðvitað alveg frábært að vera hér á svona fallegum degi,“ segir Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, staddur um borð í ferju við eyjuna Capri. Kveðst einn af túristunum mörgu sem sækja Capri heim. „Ég held þeir séu um fimmtán þúsund á dag,“ upplýsir hann. Hvernig ætlar þú svo að verja afmælisdeginum? „Við verðum í Róm. Förum þangað í fyrramálið. Ég er á ferð með útskriftarárganginum mínum úr læknadeildinni. Við förum í borgarferðir á svona tveggja ára fresti og nú urðu Róm, Napólí og Capri fyrir valinu. Það var alger tilviljun að ferðina bar upp á þetta afmæli mitt. Við hjónin erum saman, auðvitað. Hún varð sjötug aðeins á undan mér en það sést ekki á okkur því ég ber þennan aldur aðeins augljósar en hún. En þetta er það sem við ætlum að gera, vera í Róm, sjá Colosseum og Forum Romanum, borða ítalskan mat og drekka ítölsk vín.“ Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira