Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. september 2018 06:00 Helga Jónsdóttir, ásamt Brynhildi Davíðsdóttur (t.h.), á miðri mynd við upphaf fundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34