Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2018 09:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kynnti nýtt veiðigjaldafrumvarp í gær. Fréttablaðið/Eyþór Skiptar skoðanir eru um veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sem kynnt var í gær. Þingmenn og talsmaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum. Frumvarpið á að taka gildi á nýju ári og mun að fullu verða virkt árið 2020. Vinnsla á sjávarafurðum, verður undanskilin veiðigjaldi þannig að afkoma veiðanna sjálfra verður aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun ekki leggja veiðigjald á afkomu fiskvinnslanna í landi. Formaður Viðreisnar undrast að VG ætli að gleypa við þessum breytingum sem að hennar mati séu alfarið í þágu stórútgerðar í landinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir frumvarpið valda sér vonbrigðum. „Fljótt á litið eru þetta nokkur vonbrigði. Verði frumvarpið að lögum verður veiðigjaldið áfram of hátt og ekki í takt við stöðu og horfur í sjávarútvegi. Talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að það eigi að tryggja samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það er umhugsunarefni að þegar sverfur nú að útflutningsgreinum telji menn leiðina til að tryggja samkeppnishæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku úr hófi og langt umfram það sem keppinautar á erlendum mörkuðum búa við. Inni í frumvarpinu eru þó ljósir punktar eins og að færa gjaldtöku nær í tíma, taka mið af rauntölum í rekstri og að hætta að horfa til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt sanngirnismál og vonandi hafin yfir pólitískt dægurþras.“ Kristján Þór segir mikilvægt að menn greiði aðeins veiðigjald af veiddum afla og að tekið sé tillit til ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn. Einnig sé mikilvægt að taka aðeins gjald af veiðum en ekki vinnslu. „Við getum sagt að það sé tekið tillit til fjárfestinga í skipum og tækjum við útreikning á gjaldstofninum,“ segir Kristján Þór. „Við höfum ekki verið að velta fyrir okkur fjárhæðum í þessu sambandi heldur að sníða agnúa af núverandi kerfi og það ætti að geta nást góð sátt um aðferðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill að auðlindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum þar sem það verður til. „Ég hefði viljað sjá að gjaldið færi í uppbyggingu innviða þaðan sem gjaldið kemur, að mestu á landsbyggðinni, en það fylgir ekki. Í grunninn eru þetta æfingar sjávarútvegsráðherra að nýjum tekjuskatti þar sem menn geta dregið frá ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“ segir Þorgerður. „Það sem undrar mig er að VG haldi í þennan leiðangur og kokgleypi þessar breytingar sem eru fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna. Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er þetta frekar fyrirsjáanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sem kynnt var í gær. Þingmenn og talsmaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum. Frumvarpið á að taka gildi á nýju ári og mun að fullu verða virkt árið 2020. Vinnsla á sjávarafurðum, verður undanskilin veiðigjaldi þannig að afkoma veiðanna sjálfra verður aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun ekki leggja veiðigjald á afkomu fiskvinnslanna í landi. Formaður Viðreisnar undrast að VG ætli að gleypa við þessum breytingum sem að hennar mati séu alfarið í þágu stórútgerðar í landinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir frumvarpið valda sér vonbrigðum. „Fljótt á litið eru þetta nokkur vonbrigði. Verði frumvarpið að lögum verður veiðigjaldið áfram of hátt og ekki í takt við stöðu og horfur í sjávarútvegi. Talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að það eigi að tryggja samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það er umhugsunarefni að þegar sverfur nú að útflutningsgreinum telji menn leiðina til að tryggja samkeppnishæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku úr hófi og langt umfram það sem keppinautar á erlendum mörkuðum búa við. Inni í frumvarpinu eru þó ljósir punktar eins og að færa gjaldtöku nær í tíma, taka mið af rauntölum í rekstri og að hætta að horfa til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt sanngirnismál og vonandi hafin yfir pólitískt dægurþras.“ Kristján Þór segir mikilvægt að menn greiði aðeins veiðigjald af veiddum afla og að tekið sé tillit til ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn. Einnig sé mikilvægt að taka aðeins gjald af veiðum en ekki vinnslu. „Við getum sagt að það sé tekið tillit til fjárfestinga í skipum og tækjum við útreikning á gjaldstofninum,“ segir Kristján Þór. „Við höfum ekki verið að velta fyrir okkur fjárhæðum í þessu sambandi heldur að sníða agnúa af núverandi kerfi og það ætti að geta nást góð sátt um aðferðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill að auðlindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum þar sem það verður til. „Ég hefði viljað sjá að gjaldið færi í uppbyggingu innviða þaðan sem gjaldið kemur, að mestu á landsbyggðinni, en það fylgir ekki. Í grunninn eru þetta æfingar sjávarútvegsráðherra að nýjum tekjuskatti þar sem menn geta dregið frá ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“ segir Þorgerður. „Það sem undrar mig er að VG haldi í þennan leiðangur og kokgleypi þessar breytingar sem eru fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna. Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er þetta frekar fyrirsjáanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14
Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30