Góðar líkur á víðtæku samfloti verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 13:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira