Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 20:30 „Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni. Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
„Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni.
Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira