Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála klukkan 14 í dag. Sakborningar í málinu voru dæmdir til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar þann 22. febrúar 1980.
Hæstiréttur kvað upp dóm í málum Sævars Marinó Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar. Voru þeir allir sýknaðir.
Sýnt var beint frá dómsuppkvaðningunni hér á Vísi og má sjá upptöku frá útsendingunni hér að ofan.
Þá má lesa beina lýsingu frá dómsuppkvaðningunni hér fyrir neðan.
Innlent