Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 14:03 Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04