Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 14:03 Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04