Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 19:45 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“ Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53