25 punda stórlax af Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2018 14:00 Árni og 24 punda laxinn. Mynd: Laxá Nesi FB Nessvæðið á sína blómlegu stórlaxadaga í september og þrátt fyrir að heildarveiðin hafi verið heldur róleg er það ekki magnið sem dregur veiðimenn á svæðið. Á þessum tíma eins og þekkt er eru stóru hængarnir oft ansi grimmir á flugur veiðimanna og það er nákvæmlega það sem veiðimenn eru að sækjast í þegar þeir heimsækja veiðisvæðið í Laxá kennt við Nes. Það eru líklega fá veiðisvæði á landinu sem bæta jafn mörgum veiðimönnum í 20 punda klúbbinn og þarna eru oft stærstu laxar þú átt nokkurn tímann eftir að setja í á þínum veiðiferli. Margar sögur eru til af veiðimönnum sem setja í "eitthvað stórt" sem aldrei sást eða sýndi sig en sleit eftir snarpa baráttu. Þarna hafa verið dregnir á þurrt laxar nálægt 30 pundum og sumir sem þekkja þetta svæði vel fullyrða að þar séu jafnvel stærri laxar. Í gær var svo bætt við einum 25 punda laxa sem veiddist á Grundarhorni en þar hafa nokkrir sígvænir komið á land í haust. Þessi var vigtaður 25 pund og hann var mældur 102 sm langur. Veiðimaðurinn var Árni Geir og það er ekki annað sjá á meðfylgjandi mynd en að hann sé kátur með fenginn. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt að lokinni viðureign. Mest lesið Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði
Nessvæðið á sína blómlegu stórlaxadaga í september og þrátt fyrir að heildarveiðin hafi verið heldur róleg er það ekki magnið sem dregur veiðimenn á svæðið. Á þessum tíma eins og þekkt er eru stóru hængarnir oft ansi grimmir á flugur veiðimanna og það er nákvæmlega það sem veiðimenn eru að sækjast í þegar þeir heimsækja veiðisvæðið í Laxá kennt við Nes. Það eru líklega fá veiðisvæði á landinu sem bæta jafn mörgum veiðimönnum í 20 punda klúbbinn og þarna eru oft stærstu laxar þú átt nokkurn tímann eftir að setja í á þínum veiðiferli. Margar sögur eru til af veiðimönnum sem setja í "eitthvað stórt" sem aldrei sást eða sýndi sig en sleit eftir snarpa baráttu. Þarna hafa verið dregnir á þurrt laxar nálægt 30 pundum og sumir sem þekkja þetta svæði vel fullyrða að þar séu jafnvel stærri laxar. Í gær var svo bætt við einum 25 punda laxa sem veiddist á Grundarhorni en þar hafa nokkrir sígvænir komið á land í haust. Þessi var vigtaður 25 pund og hann var mældur 102 sm langur. Veiðimaðurinn var Árni Geir og það er ekki annað sjá á meðfylgjandi mynd en að hann sé kátur með fenginn. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt að lokinni viðureign.
Mest lesið Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði