Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 11:40 Secret Solstice-tónlistarhátíðin stendur nú yfir í Laugardalnum. Vísir/Jóhanna Skipaður hefur verið viðræðuhópur af hálfu Reykjavíkurborgar vegna vilja forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice að flytja tónleikasvæðið úr Laugardalnum og á Klambratún. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Þetta kemur í svari Ómars Einarssonar, sviðstjóra hjá ÍTR, við fyrirspurn fréttastofu. Katrín Olafsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sendi borginni erindi á dögunum þar sem lagt er til að halda hátíðina á Klambratúni. Telja skipuleggjendur svæðið henta mun betur til tónleikahalds en fjárfestar séu ekki tilbúnir að leggja meira fé í reksturinn í núverandi formi. Heildarframlag eigenda hátíðarinnar, sem meðal annarra eru Jakob Frímann Magnúsosn, Joco ehf. félag Jóns Ólafssonar lengi kenndur við Skífuna og Friðrik Ólafsson sem verið hefur framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Að sögn Katrínar hafa eigendur lagt hátíðinni til 250-300 milljónir króna undanfarin fimm ár sem hátíðin hefur verið haldin. Helga Olafsson og Katrín Olafsson. Unglingadrykkja vandamál Hátíðin fór fram í fimmta skipti í sumar en aðsóknin var minni en árin á undan. „Tekjur hátíðarinnar í sumar voru verulega undir væntingum og hafði veðrið mikið um það að segja. En sala miða og á innlendum markaði fer mjög eftir veðurfari á hátíðir sem þessar. Þetta endurspeglaðist bæði í miða og veitingasölu,“ segir Katrín. Leyfi Secret Solstice til að halda hátíðina í Reykjavík var til fimm ára og rennur út árið 2020. Katrín seigr mikinn vilja til að halda samstarfi við Reykjavíkurborg áfram en hún telji að þörf sé á að endurmeta ákveðna þætti hátíðarinnar sem þau óski eftir að gera í góðu samstarfi við borgina. „Það hefur reynst rekstrarlega óhagkvæmt að halda hátíðina í Laugardalnum. Kostnaðarliðir svo sem leiga, kostnaður við uppsetningu ásamt t.d. því að sum svæði þess eru mjög viðkvæm fyrir ágangi og þurfa viðgerðir eftir hvert ár,“ segir Katrín. Aðkoma og bílstæðin í kringum hátíðarsvæðið í Laugardal hafi boðið upp á það að fólk, og þá mest yngra fólk, hafi safnast þar saman og nýtt stæðin til að drekka utan svæðisins. „Við höfum ítrekað beðið um að þessum stæðum verði lokað á meðan á hátíðinni stendur án árangurs. Mikilvægt er að hægt sé að bregðast við vanda sem þessum og horfa úrbóta hvað þetta varðar.“ Forsvarsmenn Secret Solstice sjá Klambratún fyrir sér sem flottan stað fyrir hátíðina.Vísir/GVA Vilja endurvekja Klambratúnshugmynd „Neikvætt umræða íbúa við dalinn og neikvætt viðhorf í í íbúahópnum hefur óhjákvæmilega haft íþyngjandi áhrif,“ segir í bréfi Katrínar. Mikill kostnaður fari í löggæslu sem hafi margfaldast á sama tíma og hátíðin hafi minnkað að umfangi. Fyrir tveimur árum hafi verið 18 þúsund gestir en tíu þúsund í sumar. „Þá verður svo að teljast ósanngjarnt að á meðan önnur hátíð hér í borginni, Iceland Airwaves, hefur fengið tugi milljóna í styrki síðustu ár þá var það litla sem við þó fengum tekið af okkur fyrir þetta ár. Upphæð sem var rúm milljón árlega.“ Katrín og félagar vilja fá umræðu við borgaryfirvöld um hvernig borgin sér fyrir sér tækifæri í frekara samstarfi til næstu ára og jafnframt hvernig borgin geti komið að enn frekari stuðningi og uppbyggingu við skipulagningu, markaðsstarf og samvinnu með borgarbúum. „Spennandi þróun fór af stað á árinu 2017 og var töluverðu fjármagni varið í að teikna upp hátíðarsvæði á Klambratúni í nánu stamstarfi við starfsmenn borgarinnar. Allar teikningar og skipulag er tilbúið vegna þessa. Á elleftu stundu, vegna framkvæmda við Miklubraut síðasta sumar, varð því miður ekkert af því að hátíðin yrði flutt þangað. Það svæði hentar mun betur fyrir svona hátíð en Laugardalurinn og við viljum endilega endurvekja þá hugmynd. Búið var að halda samráðsfundi með lögreglu og slökkviliði vegna þessa og tekið vel í hugmyndina á þeim fundum.“Bréf Katrínar til borgarinnar má lesa í heild hér að neðan. Framtíð Secret Solstice Í sumar fór fram fimmta hátíð Secret Solstice. Á þessum árum hefur byggst upp mikil og dýrmæt þekking á framkævmd svona hátíðar innan okkar hóps og vörumerkið Secret Solstice er orðið alþjóðlega þekkt vörumerki. Nú er svo komið að allir sem koma að lifandi tónlistarflutningi vita af hátíðinni og hún komin á stall með öðrum alþjóðlegum evrópskum tónlistarhátíðum. Leyfi Secret Solstice til að halda hátíðina í Reykjavík var til fimm ára og rennur út árið 2020. Það er mikill vilji til að halda samstarfi við Reykjavíkurborg áfram en við teljum að þörf sé á að endurmeta ákveðna þætti hátíðarinnar sem við óskum eftir að gera í góðu samstarfi við borgina. Efnahagslegt fótspor hátíðarinnar þau fimm ár sem hún hefur verið haldin í Reykjavík er um 5-7 milljarðar og hafa skipuleggjendur hátíðarinnar eytt tugum milljóna í að auglýsa hátíðina og Reykjavík ár hvert síðustu ár. Um 1/3 af gestum hátíðarinnar hafa verið erlendir aðilar sem koma gagngert til Reykjavíkur til þess að njóta þess sem hátíðin hefur up á að bjóða við teljum því að hagsmunir borgarinnar og hátíðarinnar fari vel saman og að viðburðirnir hafi gefið vel af sér fjárhagslega í efnahagslíf sem og menningarlíf borgarinnar. Sá uppbyggingartími sem að baki er hefur bæði verið lærdómsríkur og eðlilega kostnaðarsamur fyrir rekstraraðila. Því fylgir áhætta að skipuleggja tónlistarviðburði utanhúss hér á landi og hefur það verið rekstrinum sérstaklega þungbært í ár. Rekstur hátíðarinnar hefur ekki skilað hagnaði hingað og hafa eigendur félagsins þurft að leggja því til fé ár hvert til að halda áfram uppbyggingu hennar. Að sjálfsögðu er það von eiganda að sú fjárfesting muni á endanum skila sér til baka á næstu árum, enda metnaður til að halda góðri uppbyggingu áfram. Samstarf við lögreglu, slökkvilið og starfsmenn borgarinnar hefur verið með miklum ágætum og við tekið alvarlega allar athugasemdir sem okkur og leyst án tafar. Öl þau fimm ár sem hátíðin hefur verið haldin hefur hún farið friðsamlega fram. Þetta er árangur af því að við tökum öryggi gesta okkar mjög alvarlega og höfum alltaf tekið þá stefnu að vinna meins mikið og hægt er með lögreglu, slökkviliði og öðrum þeim sem koma að velferð þeirra sem koma á hátíðina okkar. Tekjur hátíðarinnar í sumar voru verulega undir væntingum og hafði veðrið mikið um það að segja. En sala miða og á innlendum markaði fer mjög eftir veðurfari á hátíðir sem þessar. Þetta endurspeglaðist bæði í miða og veitingasölu. Stjórnendur hafa síðustu vikur verið að fara yfir stöðuna og skoðað framhald hátíðarinnar. Niðurstaðan er sú að fjárfestar okkar eru ekki tilbúnir að leggja fé til rekstursins í núverandi formi, en heildarframlag eiganda þessi fimm ár er á bilinu 250-300 milljónir króna. Til að greina hvar tækifæri liggja í frekari uppbyggingu og frekara samstarfi vil ég með þessu bréfi opna á mögulegar breytingar og samstarf við borgina með það að markmiði að gera að styrkja markmið Reykjavíkurborgar um blómlegt menningarlíf. Eitt af því sem við viljum skoða og ræða er staðsetning hátíðarinnar. Það hefur reynst rekstrarlega óhagkvæmt að halda hátíðina í Laugardalnum. Kostnaðarliðir svo sem leiga, kostnaður við uppsetningu ásamt t.d. því að sum svæði þess eru mjög viðkvæm fyrir ágangi og þurfa viðgerðir eftir hvert ár. Aðkoma og bílstæðin í kringum hátíðarsvæðið í Laugardal hafa boðið upp á það að fólk, og þá mest yngra fólk, hefur safnast þar saman og nýtt stæðin til að drekka utan svæðisins. Við höfum ítrekað beðið um að þessum stæðum verði lokað á meðan á hátíðinni stendur án árangurs. Mikilvætgt er að hægt sé að bregðast við vanda sem þessum og horfa úrbóta hvað þetta varðar. Hátíð sem þessi verður alltaf haldin í náinni samvinnu við stjórnendur og íbúa borgarinnar. Því höfum við lagt mikið upp úr því það að eiga í góðu samstarfi við nágranna okkar í dalnum. Íbúum hafa boðist afslættir, kynningar og íbúafundir hafa verið haldnir til að auka samvinnu með hagsmunaaðilum og reynt að komast til móts við sjónarmið sem flestra. Við höfum átt gott samstarf við flesta þá sem við höfum unnið með í hverfinu. Þrátt fyrir þetta hefur því miður borið á neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum því ekki eru allir sáttir við staðsetningu hátíðarinnar. Neikvætt umræða íbúa við dalinn og neikvætt viðhorf í í íbúahópnum hefur óhjákvæmilega haft íþyngjandi áhrif. Hátíðin hefur frá upphafi kappkostað gott samstarf við borgina, löggæslu og slökkvilið til að tryggja öryggis gesta og sporna við óæskilegri hegðun og sporna við unglingadrykkju. Sé litið kostnaðar vegna þessara þátta þá hefur kostnaður opinberra aðila hækkað gríðarlega. Kostnaður vegna löggæslu hefur margfaldast og slökkvilið tvöfaldast á sama tíma og hátíðin hefur minnkað að umfangi. Hátíðin var fjölmennust árið 2016 þegar hana sóttu 18 þús manns. Í sumar voru gestirnir 10 þús. Þá verður svo að teljast ósanngjarnt að á meðan önnur hátíð hér í borginni, Iceland Airwaves, hefur fengið tugi milljóna í styrki síðustu ár þá var það litla sem við þó fengum tekið af okkur fyrir þetta ár. Upphæð sem var rúm milljón árlega. Eins og áður sagði er mikill vilji hjá skipuleggjendum að halda góðu samstarfi áfram og viljum við gjarnan fá umræðu um með hvaða hætti borgin sér fyrir sér tækifæri í frekara samstarfi til næstu ár og jafnframt hvernig borgin gæti komið að enn frekari stuðningi og uppbyggingu við skipulagningu, markaðsstarf og samvinnu með borgarbúum. Spennandi þróun fór af stað á árinu 2017 og var töluverðu fjármagni varið í að teikna upp hátíðarsvæði á Klambratúni í nánu stamstarfi við starfsmenn borgarinnar. Allar teikningar og skipulag er tilbúið vegna þessa. Á elleftu stundu, vegna framkvæmda við Miklubraut síðasta sumar, varð því miður ekkert af því að hátíðin yrði flutt þangað. Það svæði hentar mun betur fyrir svona hátíð en Laugardalurinn og við viljum endilega endurvekja þá hugmynd. Búið var að halda samráðsfundi með lögreglu og slökkviliði vegna þessa og tekið vel í hugmyndina á þeim fundum. Secret Solstice Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skipaður hefur verið viðræðuhópur af hálfu Reykjavíkurborgar vegna vilja forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice að flytja tónleikasvæðið úr Laugardalnum og á Klambratún. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Þetta kemur í svari Ómars Einarssonar, sviðstjóra hjá ÍTR, við fyrirspurn fréttastofu. Katrín Olafsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sendi borginni erindi á dögunum þar sem lagt er til að halda hátíðina á Klambratúni. Telja skipuleggjendur svæðið henta mun betur til tónleikahalds en fjárfestar séu ekki tilbúnir að leggja meira fé í reksturinn í núverandi formi. Heildarframlag eigenda hátíðarinnar, sem meðal annarra eru Jakob Frímann Magnúsosn, Joco ehf. félag Jóns Ólafssonar lengi kenndur við Skífuna og Friðrik Ólafsson sem verið hefur framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Að sögn Katrínar hafa eigendur lagt hátíðinni til 250-300 milljónir króna undanfarin fimm ár sem hátíðin hefur verið haldin. Helga Olafsson og Katrín Olafsson. Unglingadrykkja vandamál Hátíðin fór fram í fimmta skipti í sumar en aðsóknin var minni en árin á undan. „Tekjur hátíðarinnar í sumar voru verulega undir væntingum og hafði veðrið mikið um það að segja. En sala miða og á innlendum markaði fer mjög eftir veðurfari á hátíðir sem þessar. Þetta endurspeglaðist bæði í miða og veitingasölu,“ segir Katrín. Leyfi Secret Solstice til að halda hátíðina í Reykjavík var til fimm ára og rennur út árið 2020. Katrín seigr mikinn vilja til að halda samstarfi við Reykjavíkurborg áfram en hún telji að þörf sé á að endurmeta ákveðna þætti hátíðarinnar sem þau óski eftir að gera í góðu samstarfi við borgina. „Það hefur reynst rekstrarlega óhagkvæmt að halda hátíðina í Laugardalnum. Kostnaðarliðir svo sem leiga, kostnaður við uppsetningu ásamt t.d. því að sum svæði þess eru mjög viðkvæm fyrir ágangi og þurfa viðgerðir eftir hvert ár,“ segir Katrín. Aðkoma og bílstæðin í kringum hátíðarsvæðið í Laugardal hafi boðið upp á það að fólk, og þá mest yngra fólk, hafi safnast þar saman og nýtt stæðin til að drekka utan svæðisins. „Við höfum ítrekað beðið um að þessum stæðum verði lokað á meðan á hátíðinni stendur án árangurs. Mikilvægt er að hægt sé að bregðast við vanda sem þessum og horfa úrbóta hvað þetta varðar.“ Forsvarsmenn Secret Solstice sjá Klambratún fyrir sér sem flottan stað fyrir hátíðina.Vísir/GVA Vilja endurvekja Klambratúnshugmynd „Neikvætt umræða íbúa við dalinn og neikvætt viðhorf í í íbúahópnum hefur óhjákvæmilega haft íþyngjandi áhrif,“ segir í bréfi Katrínar. Mikill kostnaður fari í löggæslu sem hafi margfaldast á sama tíma og hátíðin hafi minnkað að umfangi. Fyrir tveimur árum hafi verið 18 þúsund gestir en tíu þúsund í sumar. „Þá verður svo að teljast ósanngjarnt að á meðan önnur hátíð hér í borginni, Iceland Airwaves, hefur fengið tugi milljóna í styrki síðustu ár þá var það litla sem við þó fengum tekið af okkur fyrir þetta ár. Upphæð sem var rúm milljón árlega.“ Katrín og félagar vilja fá umræðu við borgaryfirvöld um hvernig borgin sér fyrir sér tækifæri í frekara samstarfi til næstu ára og jafnframt hvernig borgin geti komið að enn frekari stuðningi og uppbyggingu við skipulagningu, markaðsstarf og samvinnu með borgarbúum. „Spennandi þróun fór af stað á árinu 2017 og var töluverðu fjármagni varið í að teikna upp hátíðarsvæði á Klambratúni í nánu stamstarfi við starfsmenn borgarinnar. Allar teikningar og skipulag er tilbúið vegna þessa. Á elleftu stundu, vegna framkvæmda við Miklubraut síðasta sumar, varð því miður ekkert af því að hátíðin yrði flutt þangað. Það svæði hentar mun betur fyrir svona hátíð en Laugardalurinn og við viljum endilega endurvekja þá hugmynd. Búið var að halda samráðsfundi með lögreglu og slökkviliði vegna þessa og tekið vel í hugmyndina á þeim fundum.“Bréf Katrínar til borgarinnar má lesa í heild hér að neðan. Framtíð Secret Solstice Í sumar fór fram fimmta hátíð Secret Solstice. Á þessum árum hefur byggst upp mikil og dýrmæt þekking á framkævmd svona hátíðar innan okkar hóps og vörumerkið Secret Solstice er orðið alþjóðlega þekkt vörumerki. Nú er svo komið að allir sem koma að lifandi tónlistarflutningi vita af hátíðinni og hún komin á stall með öðrum alþjóðlegum evrópskum tónlistarhátíðum. Leyfi Secret Solstice til að halda hátíðina í Reykjavík var til fimm ára og rennur út árið 2020. Það er mikill vilji til að halda samstarfi við Reykjavíkurborg áfram en við teljum að þörf sé á að endurmeta ákveðna þætti hátíðarinnar sem við óskum eftir að gera í góðu samstarfi við borgina. Efnahagslegt fótspor hátíðarinnar þau fimm ár sem hún hefur verið haldin í Reykjavík er um 5-7 milljarðar og hafa skipuleggjendur hátíðarinnar eytt tugum milljóna í að auglýsa hátíðina og Reykjavík ár hvert síðustu ár. Um 1/3 af gestum hátíðarinnar hafa verið erlendir aðilar sem koma gagngert til Reykjavíkur til þess að njóta þess sem hátíðin hefur up á að bjóða við teljum því að hagsmunir borgarinnar og hátíðarinnar fari vel saman og að viðburðirnir hafi gefið vel af sér fjárhagslega í efnahagslíf sem og menningarlíf borgarinnar. Sá uppbyggingartími sem að baki er hefur bæði verið lærdómsríkur og eðlilega kostnaðarsamur fyrir rekstraraðila. Því fylgir áhætta að skipuleggja tónlistarviðburði utanhúss hér á landi og hefur það verið rekstrinum sérstaklega þungbært í ár. Rekstur hátíðarinnar hefur ekki skilað hagnaði hingað og hafa eigendur félagsins þurft að leggja því til fé ár hvert til að halda áfram uppbyggingu hennar. Að sjálfsögðu er það von eiganda að sú fjárfesting muni á endanum skila sér til baka á næstu árum, enda metnaður til að halda góðri uppbyggingu áfram. Samstarf við lögreglu, slökkvilið og starfsmenn borgarinnar hefur verið með miklum ágætum og við tekið alvarlega allar athugasemdir sem okkur og leyst án tafar. Öl þau fimm ár sem hátíðin hefur verið haldin hefur hún farið friðsamlega fram. Þetta er árangur af því að við tökum öryggi gesta okkar mjög alvarlega og höfum alltaf tekið þá stefnu að vinna meins mikið og hægt er með lögreglu, slökkviliði og öðrum þeim sem koma að velferð þeirra sem koma á hátíðina okkar. Tekjur hátíðarinnar í sumar voru verulega undir væntingum og hafði veðrið mikið um það að segja. En sala miða og á innlendum markaði fer mjög eftir veðurfari á hátíðir sem þessar. Þetta endurspeglaðist bæði í miða og veitingasölu. Stjórnendur hafa síðustu vikur verið að fara yfir stöðuna og skoðað framhald hátíðarinnar. Niðurstaðan er sú að fjárfestar okkar eru ekki tilbúnir að leggja fé til rekstursins í núverandi formi, en heildarframlag eiganda þessi fimm ár er á bilinu 250-300 milljónir króna. Til að greina hvar tækifæri liggja í frekari uppbyggingu og frekara samstarfi vil ég með þessu bréfi opna á mögulegar breytingar og samstarf við borgina með það að markmiði að gera að styrkja markmið Reykjavíkurborgar um blómlegt menningarlíf. Eitt af því sem við viljum skoða og ræða er staðsetning hátíðarinnar. Það hefur reynst rekstrarlega óhagkvæmt að halda hátíðina í Laugardalnum. Kostnaðarliðir svo sem leiga, kostnaður við uppsetningu ásamt t.d. því að sum svæði þess eru mjög viðkvæm fyrir ágangi og þurfa viðgerðir eftir hvert ár. Aðkoma og bílstæðin í kringum hátíðarsvæðið í Laugardal hafa boðið upp á það að fólk, og þá mest yngra fólk, hefur safnast þar saman og nýtt stæðin til að drekka utan svæðisins. Við höfum ítrekað beðið um að þessum stæðum verði lokað á meðan á hátíðinni stendur án árangurs. Mikilvætgt er að hægt sé að bregðast við vanda sem þessum og horfa úrbóta hvað þetta varðar. Hátíð sem þessi verður alltaf haldin í náinni samvinnu við stjórnendur og íbúa borgarinnar. Því höfum við lagt mikið upp úr því það að eiga í góðu samstarfi við nágranna okkar í dalnum. Íbúum hafa boðist afslættir, kynningar og íbúafundir hafa verið haldnir til að auka samvinnu með hagsmunaaðilum og reynt að komast til móts við sjónarmið sem flestra. Við höfum átt gott samstarf við flesta þá sem við höfum unnið með í hverfinu. Þrátt fyrir þetta hefur því miður borið á neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum því ekki eru allir sáttir við staðsetningu hátíðarinnar. Neikvætt umræða íbúa við dalinn og neikvætt viðhorf í í íbúahópnum hefur óhjákvæmilega haft íþyngjandi áhrif. Hátíðin hefur frá upphafi kappkostað gott samstarf við borgina, löggæslu og slökkvilið til að tryggja öryggis gesta og sporna við óæskilegri hegðun og sporna við unglingadrykkju. Sé litið kostnaðar vegna þessara þátta þá hefur kostnaður opinberra aðila hækkað gríðarlega. Kostnaður vegna löggæslu hefur margfaldast og slökkvilið tvöfaldast á sama tíma og hátíðin hefur minnkað að umfangi. Hátíðin var fjölmennust árið 2016 þegar hana sóttu 18 þús manns. Í sumar voru gestirnir 10 þús. Þá verður svo að teljast ósanngjarnt að á meðan önnur hátíð hér í borginni, Iceland Airwaves, hefur fengið tugi milljóna í styrki síðustu ár þá var það litla sem við þó fengum tekið af okkur fyrir þetta ár. Upphæð sem var rúm milljón árlega. Eins og áður sagði er mikill vilji hjá skipuleggjendum að halda góðu samstarfi áfram og viljum við gjarnan fá umræðu um með hvaða hætti borgin sér fyrir sér tækifæri í frekara samstarfi til næstu ár og jafnframt hvernig borgin gæti komið að enn frekari stuðningi og uppbyggingu við skipulagningu, markaðsstarf og samvinnu með borgarbúum. Spennandi þróun fór af stað á árinu 2017 og var töluverðu fjármagni varið í að teikna upp hátíðarsvæði á Klambratúni í nánu stamstarfi við starfsmenn borgarinnar. Allar teikningar og skipulag er tilbúið vegna þessa. Á elleftu stundu, vegna framkvæmda við Miklubraut síðasta sumar, varð því miður ekkert af því að hátíðin yrði flutt þangað. Það svæði hentar mun betur fyrir svona hátíð en Laugardalurinn og við viljum endilega endurvekja þá hugmynd. Búið var að halda samráðsfundi með lögreglu og slökkviliði vegna þessa og tekið vel í hugmyndina á þeim fundum.
Secret Solstice Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira