Upptökur úr myndavélum á Hard Rock sýna atburðarásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 16:38 Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar. Vísir/vilhelm Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum. WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum.
WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01