Hafa veitt 160 viðtöl vegna sjálfsvíga á hálfu ári Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. september 2018 19:45 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt allar tillögur sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og verða 25 milljónir króna lagðar strax í verkefnið. Á hálfu ári hafa Pieta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, veitt 160 viðtöl.Edda Arndal, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, er forstöðumaður Píeta-samtakanna.Vísir/EgillEfnt var til málþingsins Stöndum saman gegn sjálfsvígum í tilefni Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga í dag. Edda Arndal, forstöðumaður Píeta samtakanna, sem veita einstaklingum í sjálfsvígsvanda og aðstandendum ráðgjöf, fór yfir reynsluna af fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir úrræðið sem stendur fólki endurgjaldslaust til boða. „Við erum til að mynda búin að taka um 160 viðtöl, ef ég man rétt, frá því að við opnuðum. Og við höfum tekið móti á milli 70 og 90 símtölum,“ segir Edda. Heilbrigðisráðherra greindi frá því að hún hefði samþykkt allar fimmtíu tillögurnar sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi. Tillögurnar eru nokkuð víðtækar og eru sumar samhljóma geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda. Farið verður yfir áframhaldandi fjármögnun aðgerðanna í fjárlagavinnu en Svandís segir að brýnt hafi verið að sýna skjót viðbrögð en ný skýrsla frá landlækni sýnir meðal annars að sjálfsvígshugsanir hafa aukist hjá stúlkum á síðustu árum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt allar tillögur sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og verða 25 milljónir króna lagðar strax í verkefnið. Á hálfu ári hafa Pieta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, veitt 160 viðtöl.Edda Arndal, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, er forstöðumaður Píeta-samtakanna.Vísir/EgillEfnt var til málþingsins Stöndum saman gegn sjálfsvígum í tilefni Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga í dag. Edda Arndal, forstöðumaður Píeta samtakanna, sem veita einstaklingum í sjálfsvígsvanda og aðstandendum ráðgjöf, fór yfir reynsluna af fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir úrræðið sem stendur fólki endurgjaldslaust til boða. „Við erum til að mynda búin að taka um 160 viðtöl, ef ég man rétt, frá því að við opnuðum. Og við höfum tekið móti á milli 70 og 90 símtölum,“ segir Edda. Heilbrigðisráðherra greindi frá því að hún hefði samþykkt allar fimmtíu tillögurnar sem komu frá starfshópi sem vann aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi. Tillögurnar eru nokkuð víðtækar og eru sumar samhljóma geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda. Farið verður yfir áframhaldandi fjármögnun aðgerðanna í fjárlagavinnu en Svandís segir að brýnt hafi verið að sýna skjót viðbrögð en ný skýrsla frá landlækni sýnir meðal annars að sjálfsvígshugsanir hafa aukist hjá stúlkum á síðustu árum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30
25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29
Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. 8. september 2018 19:30