Stórglæsileg umfjöllun um Ólafíu á CNN: „Ég vil verða Federer kvennagolfsins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 13:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á LPGA-atvinnukvennamótaröðinni í golfi þrátt fyrir að hafa ekki alveg náð að fylgja á eftir frábæru fyrsta tímabili. Frammistaða og saga Ólafíu Þórunnar fór ekki framhjá fólkinu á CNN sem fékk hana í viðtal og hafa nú birt stórglæsilega umfjöllun um íslenska kylfinginn. CNN setur spilamennsku Ólafar einnig í samhengi við uppkomu íslenska golfsins á alþjóðlegum vettvangi."Icelanders, I think we are kind of cool in that we believe anything is possible." Olafia Kristinsdottir, Iceland's first professional golfer, says she wants to be "the Roger Federer of women's golf." https://t.co/pac9fCrYZPpic.twitter.com/8bgEq81Fu4 — CNN Sport (@cnnsport) September 12, 2018 Umfjöllunin byrjar á því að benda á það að hraunin í kringum golfvellina á Íslandi gefi kylfingum auka ástæðu til að hitta á brautirnar en þar er líka talað um að sumir golfvellirnir séu inn í gömlum eldfjöllum og á sumum völlum þurfi íslenskir kylfingar að slá yfir sjó til að komast inn á flöt. „Ég held að við Íslendingar séum svo svellkaldir að trúa því að allt sé mögulegt,“ sagði Ólafía Þórunn meðal annars í viðtalinu. Ólafía Þórunn hefur lengi lýst yfir aðdáun sinni á svissneska tennisgoðsögninni Roger Federer og blaðamaður CNN segir hana vera svo fulla sjálfstrausts að hún tali um það að vilja verða Federer kvennagolfsins.Via @CNN Olafia Kristinsdottir: 'I want to be the Federer of women's golf' https://t.co/jK2ow6oaKz — Curtis (@stevenacurtis) September 12, 2018Í greininni er einnig talað um afrek Haralds Franklín Magnús að komast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og að Valdís Þóra Jónsdóttir sé líka að minna á sig í hópi bestu kylfinga heims. Ólafía Þórunn segist hafa bætt sig mikið með að spila golf með háskólanámi sínu í Bandaríkjunum. „Ég var góður kylfingur en ekkert undrabarn þegar ég var krakki,“ sagði Ólafía. „Ég bætti mig mikið í háskóla og þá hugsaði ég: Ég á möguleika. Draumurinn var orðinn nær raunveruleikanum og ég lét bara vaða. Það var besta sem ég hef gert,“ sagði Ólafía Þórunn. Greinin fjallar einnig um kjálkaaðgerð Ólafíu og frábæran árangur hennar árið 2017. „Ég lærði rosalega mikið af þessu ári. Ég les mikið af bókum um andlegu hliðina í golfinu og þekki sjálfan mig mun betur núna. Ég veit núna hvað virkar fyrir mig og hvað virkar ekki. Ég tel mig líka æfa betur núna það er næ meira út úr æfingunum. Hér áður fyrr vissi ég eiginlega ekki alveg hvað ég var að gera,“ segir Ólafía. Það má lesa allt viðtalið og umfjöllunina með því að smella hér. Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á LPGA-atvinnukvennamótaröðinni í golfi þrátt fyrir að hafa ekki alveg náð að fylgja á eftir frábæru fyrsta tímabili. Frammistaða og saga Ólafíu Þórunnar fór ekki framhjá fólkinu á CNN sem fékk hana í viðtal og hafa nú birt stórglæsilega umfjöllun um íslenska kylfinginn. CNN setur spilamennsku Ólafar einnig í samhengi við uppkomu íslenska golfsins á alþjóðlegum vettvangi."Icelanders, I think we are kind of cool in that we believe anything is possible." Olafia Kristinsdottir, Iceland's first professional golfer, says she wants to be "the Roger Federer of women's golf." https://t.co/pac9fCrYZPpic.twitter.com/8bgEq81Fu4 — CNN Sport (@cnnsport) September 12, 2018 Umfjöllunin byrjar á því að benda á það að hraunin í kringum golfvellina á Íslandi gefi kylfingum auka ástæðu til að hitta á brautirnar en þar er líka talað um að sumir golfvellirnir séu inn í gömlum eldfjöllum og á sumum völlum þurfi íslenskir kylfingar að slá yfir sjó til að komast inn á flöt. „Ég held að við Íslendingar séum svo svellkaldir að trúa því að allt sé mögulegt,“ sagði Ólafía Þórunn meðal annars í viðtalinu. Ólafía Þórunn hefur lengi lýst yfir aðdáun sinni á svissneska tennisgoðsögninni Roger Federer og blaðamaður CNN segir hana vera svo fulla sjálfstrausts að hún tali um það að vilja verða Federer kvennagolfsins.Via @CNN Olafia Kristinsdottir: 'I want to be the Federer of women's golf' https://t.co/jK2ow6oaKz — Curtis (@stevenacurtis) September 12, 2018Í greininni er einnig talað um afrek Haralds Franklín Magnús að komast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og að Valdís Þóra Jónsdóttir sé líka að minna á sig í hópi bestu kylfinga heims. Ólafía Þórunn segist hafa bætt sig mikið með að spila golf með háskólanámi sínu í Bandaríkjunum. „Ég var góður kylfingur en ekkert undrabarn þegar ég var krakki,“ sagði Ólafía. „Ég bætti mig mikið í háskóla og þá hugsaði ég: Ég á möguleika. Draumurinn var orðinn nær raunveruleikanum og ég lét bara vaða. Það var besta sem ég hef gert,“ sagði Ólafía Þórunn. Greinin fjallar einnig um kjálkaaðgerð Ólafíu og frábæran árangur hennar árið 2017. „Ég lærði rosalega mikið af þessu ári. Ég les mikið af bókum um andlegu hliðina í golfinu og þekki sjálfan mig mun betur núna. Ég veit núna hvað virkar fyrir mig og hvað virkar ekki. Ég tel mig líka æfa betur núna það er næ meira út úr æfingunum. Hér áður fyrr vissi ég eiginlega ekki alveg hvað ég var að gera,“ segir Ólafía. Það má lesa allt viðtalið og umfjöllunina með því að smella hér.
Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira