Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2018 12:00 Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016. Vísir/Óskar P. Friðriksson Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling. Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00