Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. september 2018 19:15 Einar Jónsson þjálfar nú Gróttu Vísir/Andri Marinó „Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti