Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 23:23 Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að bæta þurfi upplýsingagjöf milli þeirra sem sjái um að lifsnauðsynleg lyf séu til í landinu. Lyfjastofnun og stjórnvöld geti gert betur.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Rúna segir það undantekningu að lífsnauðsynleg lyf séu ekki til og skýringuna vera að oft fáist lyfin ekki úti í heimi. Markaðsleyfishafar beri ábyrgð á að lyfin séu til og heildsölum beri skylda til að útvega lyf. „Vandi íslenska markaðarins er sá að við erum með svo fá lyf með sama innihaldsefni. Við erum kannski bara með tvö. Svo þegar annað dettur út þá selst hitt kannski bara upp, eins og maður segir. Þá erum við í endalausum skorti á meðan til dæmis Svíar og Danir eru kannski með sjö samheitalyf,“ segir hún. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær var heilbrigðisráðherra spurð að því hvernig bregðast eigi við vandamálinu. Hún sagðist sjálf vera hissa á hversu algengt vandamálið sé og hafi þegar óskað eftir að málið verði sérstaklega tekið fyrir á næsta samráðsfundi með Lyfjastofnun. „Ég ætla ekki að fara í grágötur með það að yfirvöld geta gert betur hér. Samrýmt þessa upplýsingagjöf, skilið á milli kannski hver raunveruleg vöntun er. STundum eru biðlistar mjög langir en þá kannski vantar bara eina pakkningu eða einn styrkleika og sambærilegt lyf jafnvel til. Ég held að mín stofnun og aðrir aðilar sem þessu tengjast getum tekið okkur saman og bætt þessa upplýsingagjöf,“ segir hún. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að bæta þurfi upplýsingagjöf milli þeirra sem sjái um að lifsnauðsynleg lyf séu til í landinu. Lyfjastofnun og stjórnvöld geti gert betur.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Rúna segir það undantekningu að lífsnauðsynleg lyf séu ekki til og skýringuna vera að oft fáist lyfin ekki úti í heimi. Markaðsleyfishafar beri ábyrgð á að lyfin séu til og heildsölum beri skylda til að útvega lyf. „Vandi íslenska markaðarins er sá að við erum með svo fá lyf með sama innihaldsefni. Við erum kannski bara með tvö. Svo þegar annað dettur út þá selst hitt kannski bara upp, eins og maður segir. Þá erum við í endalausum skorti á meðan til dæmis Svíar og Danir eru kannski með sjö samheitalyf,“ segir hún. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær var heilbrigðisráðherra spurð að því hvernig bregðast eigi við vandamálinu. Hún sagðist sjálf vera hissa á hversu algengt vandamálið sé og hafi þegar óskað eftir að málið verði sérstaklega tekið fyrir á næsta samráðsfundi með Lyfjastofnun. „Ég ætla ekki að fara í grágötur með það að yfirvöld geta gert betur hér. Samrýmt þessa upplýsingagjöf, skilið á milli kannski hver raunveruleg vöntun er. STundum eru biðlistar mjög langir en þá kannski vantar bara eina pakkningu eða einn styrkleika og sambærilegt lyf jafnvel til. Ég held að mín stofnun og aðrir aðilar sem þessu tengjast getum tekið okkur saman og bætt þessa upplýsingagjöf,“ segir hún.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19