Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 11:00 Pistill Halldórs birtist fyrst á Moggablogginu hans í gær. „Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann. Bandaríkin MeToo Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent