Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2018 16:11 Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær. Bandaríski sjóherinn Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu. Alþingi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu.
Alþingi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira