Slegist með stólum á öldurhúsi í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 07:38 Gríðarlegur erill var hjá lögreglu milli 17 og 5. Vísir/Vilhelm Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja. Lögreglumál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja.
Lögreglumál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira