Fangelsisvist vegna svindls í keppnisflugi bréfdúfna Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 21:25 Bréfdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald. Svo eru þær líka mjög ratvísar. Vísir/EPA Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist. Dýr Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist.
Dýr Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira