Webb Simpson leiðir með einu höggi eftir frábæran endasprett Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 09:30 Simpson fagnar erninum sínum á 18. holu Getty Webb Simpson leiðir á Dell Technologies meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Simpson lék á átta undir pari vallarins og leiðir hann mótið með einu höggi. Simpson byrjaði ágætlega í nótt, og fékk fugl strax á annari holu. Síðan hrökk hann aldeilis í gang á þeirri fimmtu og fékk hann þá þrjá fugla í röð. Eftir fyrri níu holurnar var hann á fjórum höggum undir pari, og samtals á sjö höggum undir pari. Simpson byrjaði seinni níu holurnar vel og fékk fugl á 10. og 13. holu. Þegar Simpson gekk upp að flötinni á 18. holu var hann í 3. sæti en stórkostlegt 20 metra pútt hans fyrir erni fleytti honum upp í toppsætið. Englendingarnir Tyrell Hatton og Justin Rose eru einu höggi á eftir Simpson. Mörg stór nöfn komust í gegnum niðurskurðinn. Jordan Spieth og Tiger Woods komust nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Phil Mickelson komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hann var aðeins einu höggi frá því að detta úr leik. Tveir hringir eru eftir af mótinu en hver fer að verða síðastur til þess að tryggja sér í lið Bandaríkjanna og Evrópumanna fyrir Ryder bikarinn sem hefst í lok þessa mánaðar. Það er því mikið í húfi. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Webb Simpson leiðir á Dell Technologies meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Simpson lék á átta undir pari vallarins og leiðir hann mótið með einu höggi. Simpson byrjaði ágætlega í nótt, og fékk fugl strax á annari holu. Síðan hrökk hann aldeilis í gang á þeirri fimmtu og fékk hann þá þrjá fugla í röð. Eftir fyrri níu holurnar var hann á fjórum höggum undir pari, og samtals á sjö höggum undir pari. Simpson byrjaði seinni níu holurnar vel og fékk fugl á 10. og 13. holu. Þegar Simpson gekk upp að flötinni á 18. holu var hann í 3. sæti en stórkostlegt 20 metra pútt hans fyrir erni fleytti honum upp í toppsætið. Englendingarnir Tyrell Hatton og Justin Rose eru einu höggi á eftir Simpson. Mörg stór nöfn komust í gegnum niðurskurðinn. Jordan Spieth og Tiger Woods komust nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Phil Mickelson komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hann var aðeins einu höggi frá því að detta úr leik. Tveir hringir eru eftir af mótinu en hver fer að verða síðastur til þess að tryggja sér í lið Bandaríkjanna og Evrópumanna fyrir Ryder bikarinn sem hefst í lok þessa mánaðar. Það er því mikið í húfi.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira