Dýrbítar ganga lausir í Eyjafjarðarsveit: "Þetta er ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 11:30 Eitt af þeim lömbum sem varð fyrir árás. Mynd/Einar Gíslason Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“ Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“
Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira