Fengu lögregluforingja í bæjarráð Garðabæjar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, nefnir myndavélar og betri lýsingu sem leiðir til að bæta öryggi íbúa. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52
Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56