Fengu lögregluforingja í bæjarráð Garðabæjar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, nefnir myndavélar og betri lýsingu sem leiðir til að bæta öryggi íbúa. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52
Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56