Netflix-þáttaröð tekin upp við Skógafoss næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2018 12:37 Frá Skógafossi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43
Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42