Einfalt með Evu: Carpaccio, hægeldaðir lambaskankar, mozzarella salat og Tarte tatin Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2018 20:45 Eva Laufey. Vísir/Ernir Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttina Carpaccio með piparrótarsósu, mozzarella salat með stökkri hráskinku, hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín og síðast en ekki síst tarte tatin. Nauta carpaccio með piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund 1 msk góð ólífuolía Salt og pipar 150 g klettasalat 1 sítróna Parmesan ostur, magn eftir smekkAðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30 – 40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjötið þunnt niður). Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreipið góðri ólífuolíu yfir og kreistið smá sítrónusafa yfir kjötið í lokin. Ristið furuhnetur á pönnu. Skolið og þerrið klettasalat, leggið salatið yfir kjötið. Rífið niður parmesan osti og nóg af honum. Í lokin sprautið þið piparrótarsósunni á diskana eða mótið fallegar kúlur með teskeiðum. Berið strax fram og njótið!Piparrótarsósa 3 dl sýrður rjómi Salt og pipar 3 tsk piparrótarmauk 1 msk sítrónusafiAðferð: Blandið sýrða rjómanum og piparrótinu saman. Kryddið til með salti og pipar og blandið sítrónusafanum út í. Setjið nokkrar skeiðar ofan nautakjötið og berið strax fram. Carpaccio með piparrótarsósu Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. 4 lambaskankar, snyrtir 1 msk ólífuolía eða smjör Salt og pipar 1 laukur 5 gulrætur 400 ml hakkaðir tómatar + 1 dl soðið vatn 4 msk rósmarín 300 g perlukúskús Aðferð: Hitið ofninn í 160°C. Brúnið lambaskankana á öllum hliðum upp úr smjöri í góðum potti sem má fara inn í ofn. Kryddið til með salti og pipar. Látið skankana standa með beinið upp í pottinum. Skerið grænmetið smátt og setjið út í pottinn ásamt rósmarín, hökkuðum tómötum og 1 dl af soðnu vatni. Setjið lok á pottinn og inn í ofn við 160°C í 2-3 klukkustundir. Það er gott ráð að ausa yfir kjötið tvisvar til þrisvar sinnum. Þegar um það bil hálftími er eftir af eldunartímanum takið þið lokið af pottinum og eldið áfram í hálftíma. Berið fram með perlukúskús sem þið eldið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín. Ljúffengt salat með mozzarella osti og tómötum 2 stórar mozzarella kúlur 15-20 kirsuberjatómatar 2 buff tómatar 5 sneiðar hráskinka ½ búnt basilíka 1 dl ólífuolía Salt og pipar Balsamikedik Aðferð: Skerið niður tómata og leggið á fat. Rífði ostinn yfir tómata og kryddið með salti. Steikið hráskinku á pönnu þar til hún er orðin stökk, leggið hana yfir salatið. Merjið saman basilíku og ólífuolíu þar til blandan er orðin að pestói, kryddið til með salti og pipar. Setjið pestóið yfir salatið ásamt ferskum basilíkublöðum. Kryddði salatið með salti og pipar. Sáldrið ólífuolíu yfir ásamt smávegis af balsamikediki í lokin áður en þið berið salatið fram! Mozzarella salat með stökkri hráskinku. TARTE TATIN 1 pakki smjördeig 5 perur eða epli 4 msk sykur 4 msk smjör 1 tsk sítrónubörkur Vanilluís Aðferð: Stillið ofninn í 180°C. Afhýðið eplin og skerið í nokkra bita. Hitið sykurinn á pönnu sem á fara inn í ofn. Um leið og hann byrjar að bráðna þá bætið þið smjörinu út á pönnuna. Raðið eplabitunum á pönnuna og dreifið rifnum sítrónuberki yfir. Snúið eplunum við einu sinni og steikið í 3 -4 mínútur á hvorri hlið. Smjördeigið á að vera örlítið stærra en pannan sjálf og gott er að þjappa köntunum ofan í pönnuna svo það myndist ekki gat. Setjið pönnuna inn í ofn og bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. Um leið og smjördeigið er orðið gullinbrúnt og búið að lyfta sér er kakan klár. Takið pönnuna út úr ofninum, setjið þann disk sem kakan á að fara á yfir pönnuna og hvolfið henni eins hratt og þið getið en munið að fara varlega. Sáldrið flórsykri yfir kökuna í lokin og berið hana fram með vanilluís. Tarte tatin. Carpaccio Eftirréttir Eva Laufey Lambakjöt Nautakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttina Carpaccio með piparrótarsósu, mozzarella salat með stökkri hráskinku, hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín og síðast en ekki síst tarte tatin. Nauta carpaccio með piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund 1 msk góð ólífuolía Salt og pipar 150 g klettasalat 1 sítróna Parmesan ostur, magn eftir smekkAðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30 – 40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjötið þunnt niður). Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreipið góðri ólífuolíu yfir og kreistið smá sítrónusafa yfir kjötið í lokin. Ristið furuhnetur á pönnu. Skolið og þerrið klettasalat, leggið salatið yfir kjötið. Rífið niður parmesan osti og nóg af honum. Í lokin sprautið þið piparrótarsósunni á diskana eða mótið fallegar kúlur með teskeiðum. Berið strax fram og njótið!Piparrótarsósa 3 dl sýrður rjómi Salt og pipar 3 tsk piparrótarmauk 1 msk sítrónusafiAðferð: Blandið sýrða rjómanum og piparrótinu saman. Kryddið til með salti og pipar og blandið sítrónusafanum út í. Setjið nokkrar skeiðar ofan nautakjötið og berið strax fram. Carpaccio með piparrótarsósu Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. 4 lambaskankar, snyrtir 1 msk ólífuolía eða smjör Salt og pipar 1 laukur 5 gulrætur 400 ml hakkaðir tómatar + 1 dl soðið vatn 4 msk rósmarín 300 g perlukúskús Aðferð: Hitið ofninn í 160°C. Brúnið lambaskankana á öllum hliðum upp úr smjöri í góðum potti sem má fara inn í ofn. Kryddið til með salti og pipar. Látið skankana standa með beinið upp í pottinum. Skerið grænmetið smátt og setjið út í pottinn ásamt rósmarín, hökkuðum tómötum og 1 dl af soðnu vatni. Setjið lok á pottinn og inn í ofn við 160°C í 2-3 klukkustundir. Það er gott ráð að ausa yfir kjötið tvisvar til þrisvar sinnum. Þegar um það bil hálftími er eftir af eldunartímanum takið þið lokið af pottinum og eldið áfram í hálftíma. Berið fram með perlukúskús sem þið eldið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín. Ljúffengt salat með mozzarella osti og tómötum 2 stórar mozzarella kúlur 15-20 kirsuberjatómatar 2 buff tómatar 5 sneiðar hráskinka ½ búnt basilíka 1 dl ólífuolía Salt og pipar Balsamikedik Aðferð: Skerið niður tómata og leggið á fat. Rífði ostinn yfir tómata og kryddið með salti. Steikið hráskinku á pönnu þar til hún er orðin stökk, leggið hana yfir salatið. Merjið saman basilíku og ólífuolíu þar til blandan er orðin að pestói, kryddið til með salti og pipar. Setjið pestóið yfir salatið ásamt ferskum basilíkublöðum. Kryddði salatið með salti og pipar. Sáldrið ólífuolíu yfir ásamt smávegis af balsamikediki í lokin áður en þið berið salatið fram! Mozzarella salat með stökkri hráskinku. TARTE TATIN 1 pakki smjördeig 5 perur eða epli 4 msk sykur 4 msk smjör 1 tsk sítrónubörkur Vanilluís Aðferð: Stillið ofninn í 180°C. Afhýðið eplin og skerið í nokkra bita. Hitið sykurinn á pönnu sem á fara inn í ofn. Um leið og hann byrjar að bráðna þá bætið þið smjörinu út á pönnuna. Raðið eplabitunum á pönnuna og dreifið rifnum sítrónuberki yfir. Snúið eplunum við einu sinni og steikið í 3 -4 mínútur á hvorri hlið. Smjördeigið á að vera örlítið stærra en pannan sjálf og gott er að þjappa köntunum ofan í pönnuna svo það myndist ekki gat. Setjið pönnuna inn í ofn og bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. Um leið og smjördeigið er orðið gullinbrúnt og búið að lyfta sér er kakan klár. Takið pönnuna út úr ofninum, setjið þann disk sem kakan á að fara á yfir pönnuna og hvolfið henni eins hratt og þið getið en munið að fara varlega. Sáldrið flórsykri yfir kökuna í lokin og berið hana fram með vanilluís. Tarte tatin.
Carpaccio Eftirréttir Eva Laufey Lambakjöt Nautakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira