Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2018 18:07 Sturla Birgisson var fyrstur Íslendinga til að komast á Bocuse d'Or. Mynd/Af Facebook-síðu Sturlu Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu. Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu.
Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent