Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 11:53 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart. Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart.
Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57