Ólafía Þórunn með flottan hring í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg í gegnum niðurskurðinn á Lacoste Ladies Open de France mótinu en það er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Bestu íslensku kvenkylfingarnir eru báðar með á mótinu. Ólafía Þórunn lék annan hringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari í gær og er nú í 16. sæti á þremur höggum undir pari. Mótið fer fram á Golf du Medoc – Chateaux vellinum í suðvestur Frakklandi. Niðurskurðarlínan er núna við +1 og Ólafía Þórunn getur því farið að undirbúa sig fyrir þriðja hringinn á morgun. Ólafía Þórunn fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum í dag. Hún er búin að ná í fugl tvo daga í röð á bæði níundu og fjórtándu holunni en þær eru báðar par fimm holur. Valdís Þóra Jónsdóttir er líka á mótinu og spilaði mun betur en í gær. Hún átti hins vegar litla möguleika að ná niðurskurðinum eftir slæman fyrsta dag. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún fékk sex fugla á hringnum í dag en það var ekki nóg. Það munaði samt litlu hjá Skagakonunni sem var ekki tilbúin að gefast upp. Hún lék á þremur höggum undir pari í dag og endaði því keppni fjórum höggum yfir pari. Það skilar henni í 86. sætið eins og er. Valdís Þóra var í 22. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar fyrir mótið. Mótið í Frakklandi er ellefta mótið hjá Valdísi Þóru á þessu keppnistímabiliu á mótaröðinni. Besti árangur hennar er þriðja sæti. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni samhliða keppnisrétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 100. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi er þriðja mótið á þessari leiktíð hjá Ólafíu á LET mótaröðinni. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg í gegnum niðurskurðinn á Lacoste Ladies Open de France mótinu en það er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Bestu íslensku kvenkylfingarnir eru báðar með á mótinu. Ólafía Þórunn lék annan hringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari í gær og er nú í 16. sæti á þremur höggum undir pari. Mótið fer fram á Golf du Medoc – Chateaux vellinum í suðvestur Frakklandi. Niðurskurðarlínan er núna við +1 og Ólafía Þórunn getur því farið að undirbúa sig fyrir þriðja hringinn á morgun. Ólafía Þórunn fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum í dag. Hún er búin að ná í fugl tvo daga í röð á bæði níundu og fjórtándu holunni en þær eru báðar par fimm holur. Valdís Þóra Jónsdóttir er líka á mótinu og spilaði mun betur en í gær. Hún átti hins vegar litla möguleika að ná niðurskurðinum eftir slæman fyrsta dag. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún fékk sex fugla á hringnum í dag en það var ekki nóg. Það munaði samt litlu hjá Skagakonunni sem var ekki tilbúin að gefast upp. Hún lék á þremur höggum undir pari í dag og endaði því keppni fjórum höggum yfir pari. Það skilar henni í 86. sætið eins og er. Valdís Þóra var í 22. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar fyrir mótið. Mótið í Frakklandi er ellefta mótið hjá Valdísi Þóru á þessu keppnistímabiliu á mótaröðinni. Besti árangur hennar er þriðja sæti. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni samhliða keppnisrétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 100. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi er þriðja mótið á þessari leiktíð hjá Ólafíu á LET mótaröðinni.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira