Erlent

George Zimmerman hótar Beyoncé og Jay-Z

Sylvía Hall skrifar
George Zimmerman skaut hinn 17 ára gamla Trayvon Martin til bana árið 2012 og olli morðið mikilli reiði í Bandaríkjunum.
George Zimmerman skaut hinn 17 ára gamla Trayvon Martin til bana árið 2012 og olli morðið mikilli reiði í Bandaríkjunum. Vísir/Getty
George Zimmerman, sem skaut hinn 17 ára gamla Trayvon Martin til bana árið 2012, er sakaður um að hafa hótað stjörnuparinu Beyoncé og Jay-Z en sá síðarnefndi er einn framleiðanda nýrra þátta sem munu fjalla um morðið á drengnum og bera heitið „Rest in Power: The Trayvon Martin Story“.

Hótanirnar bárust eftir að einkaspæjarinn Dennis Warren setti sig í samband við Zimmerman í tengslum við þættina, en spæjarinn vildi fá hann í viðtal við gerð þáttanna. Í kjölfarið bárust Warren hundruðir símtala og skilaboða þar sem Zimmerman hótaði öllu illu, en hann var sýknaður af morðinu á Martin.

Í nokkrum skilaboðanna hótar hann einnig Beyoncé og Jay-Z, kallar söngkonuna „tík“ og „fátæka hóru“ og segist muna drepa þau ef þau verði einhvern tímann á vegi hans. Skilaboðin munu verða sýnd í lokaþætti þáttanna, en þeir eru sex talsins.

Zimmerman hefur verið ákærður fyrir að sitja um Warren og áreita hann, en fleiri sem unnu að þáttunum fengu hótanir í líkingu við þær sem hann fékk.


Tengdar fréttir

Zimmerman ákærður fyrir morð

George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana.

George Zimmerman sýknaður

George Zimmerman, sem var sakaður um að hafa myrt Travon Martin, var í gær sýknaður af öllum ákæruliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×