Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 19:39 Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“ Vinnumarkaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“
Vinnumarkaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira