Hægt að öðlast gráðu í tölvuleikjagerð á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn. Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn.
Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira