Silfurstrákar bjuggust við að ná langt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2018 07:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins, með silfrið í gær. fréttablaðið/eyþór Leikmenn og þjálfarar U-18 ára liðs karla í handbolta sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu um helgina komu til landsins í gær. Strákarnir fengu góðar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ þar sem haldið var hóf þeim til heiðurs. „Þetta var frábært þótt það sitji enn í manni að hafa ekki klárað úrslitaleikinn,“ segir Dagur Gautason, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem íslenskt karlalið vinnur til á stórmóti yngri landsliða. Árið 1993 vann Ísland til bronsverðlauna á HM U-21 árs í Egyptalandi. Í því liði voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fóru fyrir íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. Heimir Ríkharðsson stýrði U-18 ára liðinu þá, líkt og hann gerir í dag. Árið 2009 lenti Ísland í 2. sæti á HM U-18 ára og sex árum síðar í 3. sæti á sama móti. Fimmti í úrvalsliði Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM 2018 en Selfyssingurinn átti frábæra leiki í Króatíu. Hann var jafnframt þriðji markahæsti leikmaður mótsins. Þá var Dagur valinn í úrvalslið EM. Hornamaðurinn snjalli frá KA skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð og 29 mörk alls á mótinu. „Þetta kom svolítið á óvart en ég er mjög stoltur,“ segir Dagur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið stórmóta yngri landsliða karla. Ásgeir Örn og Arnór voru valdir í úrvalslið EM U-18 ára 2003, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson í úrvalslið HM U-18 ára 2009 og Óðinn Þór Ríkharðsson í úrvalslið HM U-18 ára 2015. Fyrir utan Hauk er Viktor Gísli Hallgrímsson sennilega þekktasta nafnið í íslenska silfurliðinu. Hann hefur varið mark Fram undanfarin tvö tímabil og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Viktor segir að íslensku strákarnir hafi fyrirfram verið nokkuð bjartsýnir á að ná góðum árangri á EM í Króatíu. Þýskaland gott viðmið „Við bjuggumst alveg við að ná langt. Þýskaland er með sterkari liðum í þessum aldursflokki og við höfum alltaf strítt þeim. Það var gott viðmið,“ segir Viktor en Ísland vann Þýskaland, 22-23, í fyrri leik sínum í milliriðli. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem það vann heimalið Króatíu, 30-26. Viktor var nokkuð ánægður með frammistöðu sína á EM. „Ég var mjög sáttur með byrjunina en ég hefði mátt verja fleiri skot í síðustu tveimur leikjunum,“ segir Viktor að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30 Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45 Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00 Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Leikmenn og þjálfarar U-18 ára liðs karla í handbolta sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu um helgina komu til landsins í gær. Strákarnir fengu góðar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ þar sem haldið var hóf þeim til heiðurs. „Þetta var frábært þótt það sitji enn í manni að hafa ekki klárað úrslitaleikinn,“ segir Dagur Gautason, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem íslenskt karlalið vinnur til á stórmóti yngri landsliða. Árið 1993 vann Ísland til bronsverðlauna á HM U-21 árs í Egyptalandi. Í því liði voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fóru fyrir íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. Heimir Ríkharðsson stýrði U-18 ára liðinu þá, líkt og hann gerir í dag. Árið 2009 lenti Ísland í 2. sæti á HM U-18 ára og sex árum síðar í 3. sæti á sama móti. Fimmti í úrvalsliði Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM 2018 en Selfyssingurinn átti frábæra leiki í Króatíu. Hann var jafnframt þriðji markahæsti leikmaður mótsins. Þá var Dagur valinn í úrvalslið EM. Hornamaðurinn snjalli frá KA skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð og 29 mörk alls á mótinu. „Þetta kom svolítið á óvart en ég er mjög stoltur,“ segir Dagur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið stórmóta yngri landsliða karla. Ásgeir Örn og Arnór voru valdir í úrvalslið EM U-18 ára 2003, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson í úrvalslið HM U-18 ára 2009 og Óðinn Þór Ríkharðsson í úrvalslið HM U-18 ára 2015. Fyrir utan Hauk er Viktor Gísli Hallgrímsson sennilega þekktasta nafnið í íslenska silfurliðinu. Hann hefur varið mark Fram undanfarin tvö tímabil og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Viktor segir að íslensku strákarnir hafi fyrirfram verið nokkuð bjartsýnir á að ná góðum árangri á EM í Króatíu. Þýskaland gott viðmið „Við bjuggumst alveg við að ná langt. Þýskaland er með sterkari liðum í þessum aldursflokki og við höfum alltaf strítt þeim. Það var gott viðmið,“ segir Viktor en Ísland vann Þýskaland, 22-23, í fyrri leik sínum í milliriðli. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem það vann heimalið Króatíu, 30-26. Viktor var nokkuð ánægður með frammistöðu sína á EM. „Ég var mjög sáttur með byrjunina en ég hefði mátt verja fleiri skot í síðustu tveimur leikjunum,“ segir Viktor að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30 Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45 Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00 Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30
Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45
Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00
Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn