Gæsaveiðin fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2018 15:17 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og af fyrstu fregnum að dæma gengur skyttum landsins vel á þessum fyrsta degi. Það er mest sótt í heiðagæs í upphafi tímabils en samkvæmt talningum er stofninn í sögulegu hámarkiog það er mjög mikið af gæs á veiðislóð. Við höfum fregnir af þremur hópum gæsaveiðimanna sem eru á heiðagæs og tala þeir allir um að það sé mikið af fugli og að hún sé feit og vel haldin. Það hefur viðrað ágætlega og þær veiðitölur sem við höfum af þessum þremur hópum eru svipaðar en eftir kvöldflugið í gær voru tveir hópar sem voru við Blöndulón komnir með um 40 fugla hvor og þriðji hópurinn sem taldi þrjár skyttur með 34 fugla á heiðum norður við Húsavík. 1. september hefst síðan veiði á önd og það er stöðug fjölgun á mönnum sem sækja í öndina enda ein besta villibráð sem hægt er að komast í. Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og af fyrstu fregnum að dæma gengur skyttum landsins vel á þessum fyrsta degi. Það er mest sótt í heiðagæs í upphafi tímabils en samkvæmt talningum er stofninn í sögulegu hámarkiog það er mjög mikið af gæs á veiðislóð. Við höfum fregnir af þremur hópum gæsaveiðimanna sem eru á heiðagæs og tala þeir allir um að það sé mikið af fugli og að hún sé feit og vel haldin. Það hefur viðrað ágætlega og þær veiðitölur sem við höfum af þessum þremur hópum eru svipaðar en eftir kvöldflugið í gær voru tveir hópar sem voru við Blöndulón komnir með um 40 fugla hvor og þriðji hópurinn sem taldi þrjár skyttur með 34 fugla á heiðum norður við Húsavík. 1. september hefst síðan veiði á önd og það er stöðug fjölgun á mönnum sem sækja í öndina enda ein besta villibráð sem hægt er að komast í.
Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði