Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 11:51 Óvenju mikið hefur verið um það að undanförnu að djúpsjávarhvalir ýmist reki hér á land eða strandi líkt og þessi andarnefja sem strandaði í Engey fyrir skömmu. Vísir/Elísabet Inga Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira