50 ár frá vígslu Norræna hússins í Reykjavík Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
„Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira